144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:50]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni. Hérna stöndum við vaktina fyrir afgerandi meirihlutavilja landsmanna um að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. Við erum að ræða fjárlögin og við munum standa áfram vaktina þar til á verður hlustað. Svo landsmenn skilji út á hvað þessi vakt gengur gengur hún í rauninni út á það að taka sem mest af jólafríi þingmanna. Sjáið til, jólafrí þingmanna á að vera frá 12. desember til 20. janúar. Hugsið ykkur ef læknar og heilbrigðisstarfsmenn gætu leyft sér slíkt. Nei, nú stöndum við hérna vaktina og ef þessi þingfundur verður í allt kvöld og þá fáu daga sem eru til jóla verður það bara gott mál.