144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:51]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með þeim sem hér nefndu að það eru nefndastörf í fyrramálið. Sjálfur þarf ég að mæta í hv. allsherjar- og menntamálanefnd kl. 8.30 að ræða þar fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins. Ég hafði gert mér vonir um, mig hafði dreymt um að kynna mér málið enn betur en ég hef þegar gert og hafði hugsað mér að gera það í kvöld. Hins vegar er ég á mælendaskrá og hef tekið þátt í umræðum hér. Ég hef fylgst með einmitt til að kynna mér málin eftir bestu getu en verð að segja að það getur orðið mjög erfitt, sérstaklega vegna þess að fyrirvarinn á því hvað menn ætla að ræða á nefndafundum og þingfundum hér á bæ er lítill, oft mjög lítill, yfirleitt bara dagur eða tveir.

Ég óska eftir því að hæstv. forseti sýni þessu skilning og hleypi okkur frá þessari umræðu fyrir eða um miðnætti svo við getum farið vel undirbúin inn í nefndastörf morgundagsins.