144. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[00:12]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ósköp einfalt svar við því. Ég skal svara því játandi að ég er sammála þeim ályktunum sem þingmaðurinn vitnaði til. Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með verkum sínum sýnt að hann meinti það sem hann sagði í þessum ályktunum, meðal annars vegna þess að við jukum strax á árinu 2014 fjármuni til reksturs heilbrigðiskerfisins. Við bættum við fjármunum til tækjakaupafjármögnunar og er nú unnið eftir sérstakri áætlun Landspítala – háskólasjúkrahúss um tækjakaup næstu ára. Við höfum staðið algjörlega við það.

Við setjum á þessu ári, í breytingartillögunum núna, 100 millj. kr. til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum landsbyggðarinnar, þannig að nákvæmlega það sem hv. þm. Jón Þór Ólafsson spurði um, að bæta starfsaðstæður starfsfólksins og tækjabúnað, tel ég að við höfum gert markverða stefnubreytingu í frá fyrri tíma.