144. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[00:14]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Eins og oft hefur komið fram í umræðunni í dag, í andsvörum og í ræðu hjá mér, þá eru allir sammála um að þessi ríkisstjórn er að gefa í. Við vorum í bakkgírnum, það er verið að gefa í. En það er mögulega bara verið að taka okkur upp í fyrsta eða annan gír.

Hérna kemur alveg skýrt fram að við verðum að leggja fyrst skattfé í verkefni sem eru brýn og áríðandi. Mannauðurinn, það er leiðarljósið í heilbrigðiskerfinu. Við stöndum frammi fyrir því að við erum að missa mannauðurinn úr landi.

Sitjandi landlæknir, sem ég talaði við í dag, sagði að við þessar kringumstæður, að halda áfram inn í næsta ár, í byrjun næsta árs, ef læknar sjá sig knúna til að fara aftur í verkfall vegna þess að þeir sjá að sínum málum sé ekki nógu vel borgið, þá getum við lent í spíral þar sem þessi flótti sem er að eiga sér stað núna úr læknastéttinni skilar sér í enn auknu vinnuálagi fyrir læknana sem skilar sér í meiri (Forseti hringir.) flótta úr stéttinni. Við stöndum mögulega frammi fyrir þessu.

Þannig að ég ætla að spyrja aftur þingmanninn hvort ekki sé brýnt og áríðandi að (Forseti hringir.) forgangsraða þarna og gera okkur aðeins samkeppnishæfari því að fólk vill vera á Íslandi, læknar vilja vera á Íslandi ef (Forseti hringir.) þeir sjá bara mögulega fram á að geta gert það. Er þetta ekki það (Forseti hringir.) sem er brýnt orðið?