144. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[00:22]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég er algjörlega sammála hæstv. menntamálaráðherra um þá meginstefnu sem hann hefur boðað um að unglingar ljúki námi sem fyrst. Eins og ég sagði áðan finnst mér ekki ástæða til þess að við hrökkvum alveg af hjörunum á þessari stundu. Það á í sjálfu sér ekki að kasta þessum nemendum út úr skólunum þannig að við skulum skoða hvernig þetta hefur reynst þegar skólaárið er liðið og hvar vandi steðjar að.

Það skal ég líka alveg segja að þannig háttar til að ekki geta unglingar eða fullorðið fólk á öllum stöðum sótt sér menntun í háskólagáttina eins og hv. þingmaður nefndi áðan eða í símenntunarstöðvar. Ég held að þegar árið er liðið og við þurfum að meta þessa reynslu þurfi með einhverjum hætti að vinna með það líka.