144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[11:55]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eflaust má færa rök fyrir því að það sé réttlátt að læknar fái meiri launahækkun en aðrar stéttir, en ég tel að þá þurfi þjóðin að vera sammála um það. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að þá komi ekki allar aðrar stéttir og segi: Fyrst læknar fengu þetta er eðlilegt að við fáum sömu launahækkun.

Við erum að forgangsraða og ég sagði í ræðu minni áðan: Við erum að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og það sér enginn eftir því fjármagni. En við erum hins vegar með ýmsa aðra málaflokka sem líka þarf að bæta fjármagni í.