144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[12:02]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sagðist vonast til þess að einhverjar breytingar yrðu á milli umræðna, ég vona að hv. þingmaður hafi heyrt orð mín.

Ég vil taka undir það sem hann segir um hlutverk Háskólans á Akureyri, það er mikilvægt. Norðlendingar voru hv. þingmanni afskaplega þakklátir meðan hann var utanríkisráðherra fyrir hans stuðning og hans framlag til Háskólans á Akureyri og ég vona svo sannarlega að Háskólinn á Akureyri hafi vilja og metnað til þess að halda því starfi áfram. Það er reyndar svo að það eru eyrnamerktir fjármunir til þess starfs og það á eftir að koma í ljós hvernig Háskólinn á Akureyri vinnur úr því.