144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:22]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Ég held að við hv. þingmaður séum bara sammála um þetta. Það má kannski bæta því við, bara til að sagan sé rétt, að svo hefur það gjarnan gerst, ég held yfirleitt og bara alltaf, að verðbólgan hefur verið orðin hærri en samkvæmt þjóðhagsspánni í nóvember. Öryrkjum hefur aldrei verið bætt það, það er bara sagan.

Hv. þingmaður ætlaði að spyrja mig eitthvað um Ríkisútvarpið. Ég þekki best til þess bara á síðasta kjörtímabili og þá var með það eins og allt annað, að það var klipið af öllu sem hægt var að klípa. Framhaldsskólarnir fengu ekki sitt, þeir tóku inn fleiri nemendur, háskólarnir tóku inn fleiri nemendur en framlög stóðu undir. (Forseti hringir.) Allar stofnanirnar hjálpuðu til við það en nú getum við betur og þá tel ég að við ættum að standa við útvarpsgjaldið eins og það er, 19.400 kr.