144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Útvarpsgjaldið er nefskattur eins og hver annar skattur, afskaplega ófélagslegur, afskaplega slæmur, vegna þess að hátekjufólk borgar hlutfallslega miklu minna af tekjum en lágtekjufólk, en það er bundið stað og þetta er skattur sem rennur í ríkissjóð og samkvæmt stjórnarskránni má ekki láta hann renna aftur til RÚV nema í samræmi við ákvörðun Alþingis. Alþingi getur lækkað og hækkað eftir því sem því sýnist. Þetta á við um alla aðra þjónustu, t.d. spítali sem á að starfa samkvæmt lögum og þarf að gera þetta og þetta en svo koma fjárlög sem ákveða eitthvað minna í þann rekstur og þá er þjónustan takmörkuð af Alþingi. Stjórnarskráin segir að það sé það sem ákveður, fjárlögin ákveða umfang reksturs en ekki þau sérlög sem gilda um viðkomandi stofnun eða rekstur.