144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:33]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Ég þakka þessa útskýringu hv. þingmanns. Við höfum verið að bíða eftir því í þingsölum að frumvarp kæmi frá hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra um einmitt þessi mál. Ég skildi hana þannig að mikið verk hefði verið óunnið, ekkert tilbúið í ráðuneytinu og allt tæki þetta langan tíma, en ef ég skil hv. þingmann rétt sem hefur unnið mikið í þessum málum þá lá þetta meira og minna á borðinu fyrir ári.