144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[23:37]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka spurninguna. Hún kemur vissulega úr annarri átt en er engu að síður mjög mikilvæg. Ég þakka fyrir tækifærið til að fá að ræða hana. Ég kom ekkert inn á menntamálin í ræðu minni.

Þetta með að hleypa ekki þessum elstu nemendum, eða ungmennum eða hvað þau hafa verið kölluð, inn í framhaldsskólana lengur — ég hef ekki séð neinar greiningar á því að það sé óskynsamlegt. Það liggur fyrir, eins og kom fram í ræðu hv. þm. Árna Páls Árnasonar hér áðan, að til þess að fara í önnur úrræði, sem kosta, þurfi viðkomandi að afla sér tekna upp á 700 þús. kr. yfir árið, til að geta borgað skólagjöldin, sem eru um 400 þús. kr. Þetta er því til þess fallið að festa fólk áfram í fátæktargildru.