144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[11:21]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Gjörgæslulæknar spurðu á fundi þar sem saman voru komnir tíu læknar: Hvað munum við gera ef ekki nást samningar fyrir áramót? Munum við segja upp? Þeir réttu allir upp hönd. Ástandið er mjög slæmt á mörgum deildum. Fréttastofa RÚV hefur talað við lækna og það er mjög þungt hljóð í þeim öllum, á flestum deildum. Getum við þingmenn í þessu ástandi, með þau kosningaloforð sem gefin voru af öllum flokkum og í ljósi alvöru þessa ástands og hins skýra vilja kjósenda, farið í okkar 40 daga jólafrí áður en samið verður við lækna?