144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[11:26]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill svara því áður en hann gefur hv. 3. þm. Reykv. s. orðið vegna fyrirspurnar hv. þm. Bjartar Ólafsdóttur, 6. þm. Reykv. n., að formaður og varaformaður fjárlaganefndar eru hér í húsi, hafa þess vegna góða aðstöðu til að fylgjast með því sem fer fram þótt þau séu ekki þessa stundina stödd í þingsalnum. Í öðru lagi hefur forseti fylgst með því að nær allir og kannski allir þingmenn stjórnarliðsins í fjárlaganefnd hafa tekið hér til máls og flutt efnislegar ræður, ítarlegar ræður, allt að 40 mínútum eins og heimilt er. Forseti hefur jafnframt fylgst með því að hv. þingmenn stjórnarliðsins, m.a. formaður fjárlaganefndar, hefur ítrekað komið upp í andsvör til þess að bregðast við máli þeirra hv. þingmanna sem hafa flutt mál sitt.