144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[13:50]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála þingmanninum um að við eigum að hlusta á forsvarsmenn heilbrigðisstofnana. Ég vona líka að á næstu árum takist okkur að reka ríkissjóð þannig að það verði hægt að beita sér frekar í þessum málaflokki og þá koma okkur í þriðja eða fjórða gír, og jafnvel fimmta gír ef því er að skipta, í þessum mikilvæga málaflokki.