144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[13:57]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég minnist þess ekki að hafa sagt í ræðu minni áðan að allur sá hagvöxtur og framgangur sem hefur orðið í íslensku þjóðlífi sé því að þakka að við samþykktum ekki Icesave. Það sem ég nefndi hins vegar var að ef við hefðum tekið á okkur þessar tröllvöxnu skuldbindingar væri staða ríkissjóðs mun verri. Ég held að allir séu sammála um það. Það er gott mál ef eignir Landsbankans duga fyrir flestum þeim forgangskröfum sem eru fyrir hendi, en þetta snerist ekki um það, þetta snerist um að almenningur mundi borga og að það mundu falla kröfur á íslenskan almenning. Það er lykilatriði.

Ég sé að tíminn er að renna út en ég fæ kannski að svara síðari spurningunni á eftir.