144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:57]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég vil byrja á að þakka þingmanninum fyrir mjög góða ræðu þar sem hann fór yfir mjög stórt svið. Mig langaði að spyrja þingmanninn — út af því að það er mín tilfinning þegar ég horfi á ástandið í heilbrigðismálum, menntamálum o.s.frv., í þessum grunnstoðum, og að sjálfsögðu með RÚV — hvort hann hafi sömu tilfinningu og ég um að það eigi hreinlega að láta þessi kerfi falla innan frá svo að hægt verði að einkavæða þau.