144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:04]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni gott svar. Ég trúi því að þar komi til sögu hreyfing og mataræði, ekki síst hjá börnum okkar og unglingum.

Þá langar mig að koma inn á hugmynd sem snýr að skólakerfinu. Við þurfum að auka hreyfinguna þar og huga að mataræðinu þar. Hermundur Sigmundsson, háskólaprófessor í Noregi, er með athyglisverða hugmyndafræði í þessu, tilraun sem hann er að gera í Flataskóla með að tengja saman bóknám og hreyfingu.

Ég vil spyrja hv. þingmann um skoðun hans á því, hvort við ættum ekki að fara í þessa vegferð frekar en í hreina neyslustýringu í gegnum skatta?