144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:51]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Jú, virðulegi forseti. Ég er sammála því að heilbrigðiskerfið eigi að hafa forgang og ég held raunar að velferðarkerfið sem heild eigi að hafa forgang; heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfið. Það er það sem gerir okkur að samfélagi og gerir okkur að heild þar sem þjónusta eða öryggisnet af þessu tagi er til fyrir okkur öll óháð uppruna, bakgrunni, efnahag og búsetu. Þannig þarf það að vera. Ég tek undir orð hv. þingmanns og árétta líka það sem ég sagði áðan að það eru blikur á lofti núna og ef við missum heilbrigðiskerfið lengra frá okkur en það er nú þegar þá getur það farið í þær ógöngur að mjög erfitt verður að snúa við.