144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:54]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég er alltaf hrifinn af því hvernig hv. þm. Guðmundur Steingrímsson vill tala í markmiðum. Hvert erum við að fara? Og hann talar um markmið í heilbrigðiskerfinu fyrir lækna, það er þetta ljós við endann á göngunum.

Þetta er fyrsta læknaverkfall í sögu landsins. Spurning mín til þingmannsins er sú hvort við getum ekki sameinast um og staðið saman um það, þingmenn, að standa vaktina með læknunum eins og læknarnir okkar hafa staðið vaktina allar götur með okkur landsmönnum, hvort við séum ekki tilbúnir til að standa vaktina fyrir þá núna hér á þingi og fara ekki í frí, við þingmenn með fjárveitingavaldið, fyrr en búið er að ná samningum við lækna.