144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:35]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir falleg orð í minn garð. Það er alltaf voða gaman að heyra slíkt. En ég get örugglega sagt að hv. þm. Katrín Jakobsdóttir er mun meiri bókmenntafræðingur en ég, það er alveg á hreinu.

Þessi spurning er mjög, hvað á maður að segja, mikilvæg í ljósi stöðunnar í dag. Það eru margir sem vilja sjá blóð, en ég er ekki endilega á því. Ef þessar upplýsingar verða keyptar og það fólk er tilbúið að koma og borga til baka inn í samfélagið það sem það skuldar því, þá er ég svo sannarlega tilbúinn að horfa á að því verði gefnar upp sakir. Ég held við græðum ekkert endilega á því að setja þetta fólk í fangelsi. Fyrirgefningin er gríðarlega mikilvæg, hún er að, það hef ég reynt í mínu lífi hvað hún er sterk. Ef við fáum þessar upplýsingar og fólk er tilbúið að borga til samfélagsins það sem það skuldar því, þá get ég alveg séð það að við eigum að sleppa því að lögsækja það.