144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:09]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Ég þakka þingmanninum fyrir skemmtilega sögu og svarið. Ég er sammála þingmanninum, það er verið að bæta í fjárveitingar til Útlendingastofnunar en það er mikið til viðbrögð við auknum verkefnum þar á bæ samfara fjölgun þeirra hælisleitenda og flóttamanna sem komast alla leið upp til Íslands. Það er náttúrlega staðan alls staðar í heiminum að frá seinni heimsstyrjöld sennilega hafa ekki verið fleiri á vergangi. Allar þjóðir í kringum okkur gera ráð fyrir mikilli aukningu í fjölda þeirra sem munu leita hælis.

Það var skemmtileg umræða um upprunann. Ég held að við á Íslandi, þó svo að við teljum okkur vera mikla Íslendinga þá eru fá okkar nú komin af Pöpum. Við erum náttúrlega öll gestir á þessari jörð. Ég þakka þingmanninum fyrir að minna okkur á það.