144. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:31]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef miklar áhyggjur af því hvar í ósköpunum fólk ætli að byrja. Eins og ég sagði áðan, ef frumvarpið um þennan umdeilda náttúrupassa skyldi nú ólánlega verða að lögum þá gæti það tæpast orðið fyrr en undir næsta vor. Við skilum skattskýrslunum okkar í febrúar alla jafna, því að mér skilst að það eigi að sækja um þetta þar, þá fer að minnsta kosti ekkert að tikka inn á næsta ári. 150 milljónir eru held ég lagðar inn á sjóð, 2 milljarðar bíða umsóknar um verkefni. Ég sé ekki alveg fyrir mér hvernig ríkisstjórn Íslands ætlar að taka á móti gestum á öllum álagsstöðum okkar hér á næsta ári. Ég fæ ekki séð hvernig hún ætlar að mæta þessu. Ég trúi ekki öðru en það komi auknir fjármunir í einhvern varasjóð í ljósi þess hvernig málum er í rauninni fyrir komið. Enginn veit (Forseti hringir.) um afurðina eða hvernig niðurstaðan verður með þessa ólánlegu hugmynd að náttúrupassa.