144. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:32]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Því miður staðfestir þetta svar hv. þingmanns grunsemdir mínar um að ætlun meiri hlutans sé að sækja fjármagn til að standa straum af þessum framkvæmdum í fjáraukalögum næsta árs. Það er ekki hugmyndin á bak við fjáraukalögin að menn geti í raun bara verið að slumpa út einhverjum verkefnum og leiðrétt svo eftir á. Þetta er akkúrat skólabókardæmi um rassvasabókhald sem á ekki að tíðkast í rekstri ríkisins.

Ég fjallaði hér fyrr í dag um ákvarðanir eins og þá að færa lögreglustjórann með reglugerð undir Austurlandsumdæmi lögreglunnar og svo ákvörðun um að flytja Fiskistofu í einni hendingu, eins útdeilingu menningarstyrkja með sms-i. Það gengur ekki að menn vinni þetta svona. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort það sé ekki örugglega búið að (Forseti hringir.) gera meiri hlutanum grein fyrir því á sama hátt og gert var í fyrra hvaða afleiðingar (Forseti hringir.) þetta mun hafa.