144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárþörf heilbrigðisþjónustu.

[14:02]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Það er alltaf umdeilanlegt hvernig fjármunum er ráðstafað, það er og hefur verið þannig og mun ætíð vera þannig. Það er sömuleiðis alltaf umdeilanlegt þegar við Íslendingar göngum til kosninga og kjósum yfir okkur fulltrúa á þessa ágætu samkomu hér, þá verða menn að ná samkomulagi um stjórnarstefnu og innihald stjórnarsáttmála hverju sinni. Ég styð þessa ríkisstjórn, ég styð þennan stjórnarsáttmála. Stór hluti af því að hér er sá meiri hluti sem er við völd á Alþingi í dag er þau fyrirheit sem stjórnmálaflokkar gáfu kjósendum sínum í síðustu alþingiskosningum og auðvitað stöndum við við þau. Þetta er liður í því, ásamt mörgu öðru, og ég tel þetta geta farið ágætlega saman.