144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:56]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Varðandi lífeyrissjóðseignina — það er nú gaman að það skuli ítrekað vera nefnt að menn gætu hugsanlega hafa gengið í þessa sjóði. Þetta eru kjarasamingsbundir sjóðir og skuldbindandi frá þeim tíma þegar menn voru látnir borga ákveðin gjöld inn í þá ef við erum að tala um það almennt, skyldusjóðina, að það ætti að ganga í þá sjóði. (Gripið fram í.) Ég var að tala um í sambandi við lífeyrissjóðina af því að hv. þingmaður nefndi það.

Varðandi auðlegðarskattinn þá er það rétt að hann var tímabundinn. Mér hefði nú liðið betur ef ríkisstjórnin, sú sem tók við, hefði látið lögin sem við settum alls staðar, sem við vorum búin að ákveða að láta gilda áfram, standa, ef hún hefði ekki farið í að henda út fullt af góðum hlutum; það eina sem hún gerði fyrir öryrkja var að fylgja eftir þeim lögum sem við vorum búin að ákveða að mundu ganga úr gildi hvað það varðar.

Auðlegðarskatturinn; það mátti breyta honum. En við erum að tapa af því, möguleikanum á því að vera þarna með 5–8 milljarða tekjur, þó að við hefðum lækkað það og breytt reglunum. Þar með stæðum við miklu betur að vígi við að leysa þann vanda sem við glímum við í dag.

Varðandi nefskattinn og útvarpsgjaldið þá er það 2013 sem er ákveðið hvernig skuli fara með þetta og Ríkisútvarpið skuli frá (Forseti hringir.) 1. janúar 2014 fá útvarpsgjaldið óskert. (Gripið fram í.) Fylgdu þeim reglum, hv. þingmaður. (Gripið fram í.)(Forseti hringir.)

(Forseti (SJS): Forseti biðst undan miklum samtölum í salnum.)