144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:05]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar en langar að ítreka spurningu mína um stöðu barna úr tekjulágum fjölskyldum. Því miður hefur börnum í þessum hópi fjölgað mikið á undanförnum árum. Nú ætlar hæstv. ríkisstjórn með fulltingi stjórnarflokkanna að hækka virðisaukaskatt á mat og menningu. Ég hef áhyggjur af því hvaða áhrif það hafi á þessi börn. Geta þau tekið þátt í samfélaginu á sama hátt og börn úr efnameiri fjölskyldum eða verður það hreinlega of dýrt að kaupa annars vegar hollan mat og njóta hins vegar menningar, að búa á heimili þar sem mögulegt er að kaupa bækur, fara í leikhús (Forseti hringir.) o.s.frv.?