144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:37]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Hv. þingmaður situr í hv. allsherjar- og menntamálanefnd, ef ég man rétt. Þar var verið að ræða fyrir nokkru rafræn námsgögn. Nú er hvergi að finna fjárveitingu til skólanna til að sinna þróun rafrænna námsgagna. Ég vil biðja hv. þingmann að rifja upp með okkur viðhorf hans til þessarar þróunar og hvort það geti samræmst anda framhaldsskólalaganna að leggja gjöld á námsgögn. Ef það verður hins vegar ekki gert, hvernig sér hv. þingmaður fyrir sér þróun rafrænna námsgagna í framhaldsskólum?