144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:39]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mér þóttu athyglisverðar hugleiðingar hv. þm. Helga Hrafns Gunnarssonar um þingstörfin og vil þakka honum fyrir þá sýn hans eða það að reifa hér með okkur sýn sína á málin. Ég er honum sammála í því að meira samtal vantar á milli meiri hluta og minni hluta um hin stóru pólitísku mál. Mig langar þess vegna að spyrja hv. þingmann hvort það sé ekki í rauninni það sem okkur vantar svolítið sem hluta af hinu lýðræðislega stjórnkerfi sem við búum við, en ekki bara það að afgreiða alltaf mál hér í meiri hluta og þeir sem hafi fleiri atkvæði, sjónarmið þeirra verði ofan á án þess að við höfum í rauninni rætt það.

Svo langar mig að tengja það við fjárlagafrumvarpið og þá staðreynd að þar er lagt til að lækka eigi útvarpsgjaldið um áramótin úr 19.400 kr. í 17.800 kr. Er þetta ekki pinkulítið af sama meiði? Með því að þrengja að rekstri Ríkisútvarpsins er aftur verið að þrengja að upplýstri, opinberri umræðu, sem einmitt skortir svo á, bæði í samfélaginu og hér í þingsal. Fá að heyra sýn hv. þingmanns á það.