144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:43]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið og að útskýra þessa sýn sína á Ríkisútvarpið og einmitt hvernig verið er að þrengja að því. En mig langar að spyrja og ítreka innleiðingu mína að fyrri spurningunni sem fjallaði um vinnubrögðin og þetta samtal milli meiri og minni hlutans, ja, eins og hv. þingmaður getur komist yfir á einni mínútu, hvort hann telji þessa samræðu hér á þingi og í samfélaginu, meðal annars fyrir tilstuðlan Ríkisútvarpsins, mikilvæga hinu lýðræðislega samfélagi til þess að við getum tekið betri og upplýstari ákvörðun en ekki bara notað meirihlutavaldið til að afgreiða öll mál.