144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:23]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Eins og hv. þm. Guðbjartur Hannesson benti á er verið að gera stefnumótandi breytingar í mörgum málaflokkum. Hér ættu í það minnsta félags- og húsnæðismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra að vera. Að sjálfsögðu ætlumst við ekki til að þau sitji alla umræðuna en þau ættu að láta svo lítið að gefa færi á sér stöku sinnum. Það hefur ekki verið og lýsir ágætlega þeim valdhroka sem frumvarpið endurspeglar.

Það er gott að formaður fjárlaganefndar er komin hingað. Við sem höfum áhyggjur af þessu máli munum greiða fyrir því að hún fái að komast sem fyrst á mælendaskrá og lýsa fyrir okkur af hverju hún er svona áfram um að skera niður og eiginlega eyðileggja Ríkisútvarpið, af hverju henni finnst sjálfsagt að taka fram fyrir hendurnar á stjórn Isavia og líka af hverju hún er ekki tilbúin að standa við áætlun Íslands í þróunarsamvinnu.