144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:00]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessi skýru svör. Mig langar í seinna andsvari að spyrja hv. þingmann út í breytingar á virðisaukaskatti á mat sérstaklega og afstöðu til þeirrar breytingar. Mér hefur fundist furðu lítil umræða um þetta mál í þjóðfélaginu. Þá skilur maður það þannig að fólk sé almennt sátt við þetta. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að skilja það. Kannski getur það sem á að koma á móti, sem er milljarður í auknar barnabætur, mildað áhrifin af þessari hækkun á mat. Það eru náttúrlega ekki bara foreldrar sem þurfa að kaupa mat þannig að það hjálpar kannski ekki mikið. Ég vildi aðeins fá að heyra hvað hv. þingmanni finnst um þá fyrirætlan að hækka virðisaukaskattinn úr 7% í 11% á matvælum og lækka sykurskattinn að sama skapi.