144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:16]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek það sem jákvæð orð frá hv. þingmanni að ég sé fljót að læra. Mér finnst það vera mikið hrós og vona bara að ég geti staðið undir því að ég hafi lært hér hratt.

Já, hv. þm. Vigdís Hauksdóttir, ég segi það fullum fetum og skammast mín ekkert fyrir það: Hér varð hrun. Hér varð risastórt efnahagshrun, alveg sama hvaða mælikvarða við viljum nota til þess að mæla það. Að sjálfsögðu hafði það áhrif á allan rekstur ríkisins, það hafði áhrif á allt samfélagið.

Auðvitað þurfum við nú að vinna okkur út úr því. Það er það sem við erum að gera. Það er það sem við erum að ræða þegar við ræðum þetta fjárlagafrumvarp, þ.e. hvernig við ætlum að halda áfram, (Forseti hringir.) því að ég er alveg sannfærð um að hefði hér ekki orðið hrun þá værum við að ræða allt aðra hluti og í allt öðru samhengi.