144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:48]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Það er eiginlega alveg magnað að fylgjast með hvernig þetta virkar. Þess vegna finnst mér það pínulítill galli þegar verið er að gera fjárlög á þennan hátt. Ég veit ekki hvort þeir sem setja saman fjárlögin geri sér grein fyrir því eða ekki, og þó hljóta þeir að gera það af því að þetta hefur verið svona frá því ég man eftir mér. Ég man eftir því þegar núllin voru tekin af krónunni, það var svakalegt af því að það var á þeim tíma sem maður gat keypt nammi fyrir gömlu myntina og svo var ekki hægt að fá neitt þegar búið var að taka núllin af.

Mig langar að minnast á að í dag kom fram skýrsla frá OECD þar sem þeir sögðu að brauðmolakenningin virkaði ekki. Hvað finnst þingmanninum um það?