144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:58]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Ég vil hvetja hæstv. fjármálaráðherra til dáða í þessu máli. Ég held að þetta sé vannýtt tekjulind, skattar, og líka að skoða með afskriftir skattskulda sem eru alveg óheyrilega háar upphæðir. Við erum að innheimta mjög lítið þannig að þarna eru peningar í kassann sem hægt er að setja í heilbrigðiskerfið eða skuldaniðurfellingar ef ríkisstjórninni sýnist svo.