144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:58]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það er svolítið skringilegt að sjá þessi rauðu atkvæði hérna. Hér er minni hlutinn einungis að hvetja hæstv. fjármálaráðherra til dáða. Við fögnum að sjálfsögðu þeim yfirlýsingum sem hafa komið frá hæstv. ráðherra þar að lútandi. Það hefði verið gaman ef við hefðum getað sameinast um einhverja tillögu því að við lögðum þetta fram fyrir nokkru og í millitíðinni hefur ráðherrann lýst því yfir að fara eigi í þessa vegferð. Þess vegna finnst mér þetta svolítið einkennandi fyrir vinnubrögðin hér á Alþingi, það er svo sannarlega ekki sama hvaðan góðar hugmyndir koma, því miður.