144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:09]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Bankarnir eru stútfullir af peningum. Það er ekki hægt að segja að við ætlum ekki að ná í þessa peninga. Hvað á bankaskatturinn að fara í? Þar eru þrotabúin undir. Hann átti að fara í það að ríkið endurheimti tapið sem það varð fyrir í hruninu. En í hvað fór hann? Hann fór í kosningaloforð Framsóknarflokksins. Þessir peningar fara þá ekki í hitt eða í að byggja upp það sem var sett í bakkgír í hruninu, eins og heilbrigðiskerfið, en nú erum við að ræða þetta. Það eru til peningar í þessu samfélagi, bankarnir eru stútfullir. Það eru til peningar í samfélaginu til að fara í það að gefa meira í, gefa í þar sem nauðsynlega þarf að gefa í til að koma til móts við þann bakkgír sem við vorum í í hruninu. Þeir eru til, þessir peningar.