144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:14]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Það er ótrúlegt að ríkisstjórn hafi gert það að forgangsverkefni sínu að lækka veiðigjöldin, það er ótrúlegt meðal annars í ljósi þess að aldrei hefur afkoma sjávarútvegsins verið betri en í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og er það sem betur fer enn. Það er ótrúlegt vegna þess að á sama tíma er þessi sama ríkisstjórn að hækka matarskattinn á fólkið í landinu, loka framhaldsskólunum fyrir 25 ára fólki og eldra, ástandið í heilbrigðiskerfinu er eins og við þekkjum slæmt, auk þess sem þeir draga til baka tillögur um hækkanir á lífeyri öryrkja. Það er þess vegna fátt sem sýnir jafn vel að stjórnarmeirihlutinn er hér fyrir einka- og sérhagsmuni. Það er sjálfsagt í þágu almannahagsmuna og heildarhagsmuna samfélagsins að hækka veiðigjaldið og þó að það væri meira en hér er lagt til segði ég já.