144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:16]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Það er ekki ný frétt að með fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar hafi verið að lækka veiðigjöld á útgerðina í landinu, þá sem vel geta borgað. Það er þema í öllum aðgerðum ríkisstjórnarinnar að láta þá sem geta borgað hætta að borga og láta þá borga sem ekki geta borgað. Það er ekki skemmtileg aðferð, þykir mér. Með þessari tillögu er reynt að snúa aðeins af villu vegar varðandi veiðigjöldin. Ég segi eins og hv. þm. Helgi Hjörvar: Ég mundi gjarnan greiða atkvæði með þessari tillögu þótt hún væri talsvert mikið hærri.