144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:21]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er verið að uppfæra tekjur í A-hluta frá því að frumvarpið var lagt fram. Hér er um 9 milljarða hækkun að ræða á greiðslugrunni. Áður höfðu farið inn í fjáraukalagafrumvarp fyrir árið 2014 um 30 milljarðar af þeim mikla afgangi sem varð í rekstri ríkisins. Ég minni á að þegar þingmenn greiddu hér atkvæði á sama tíma fyrir jól í fyrra var reiknað með 900 millj. kr. afgangi. Raunin varð yfir 40 milljarðar þannig að svo sannarlega hefur ágóðanum af góðum rekstri ríkisins í tíð þessarar ríkisstjórnar verið skilað til grunnþjónustunnar, heimilanna, heilbrigðisþjónustunnar og menntakerfisins. Ég bendi á með mikilli ánægju hvílíkum tekjuauka þetta ár hefur skilað.