144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:38]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Þegar efnahagur landsins hrundi hér árið 2008 tók Háskóli Íslands, eins og reyndar aðrar menntastofnanir, þátt í því að gera það sem hægt var til að reisa við allt kerfið, tók inn miklu fleiri nemendur en hann gat og það er ósanngjarnt að nota það að það hafi verið lækkaðar greiðslur með hverjum nemanda. Það var vegna þess að peningarnir voru ekki til, vegna þess að ríkissjóður var á heljarþröm og háskólinn tók við. Þetta er ekki nóg, þetta er alls ekki nóg til að bæta Háskóla Íslands það upp sem hann þarf. Mér finnst það ríkisstjórninni til skammar að gera ekki betur í þessu máli.