144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:43]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Þessi skipting er að mörgu leyti mjög ósanngjörn og mér finnst talsmenn aga og ráðdeildar í ríkisrekstrinum þurfa að útskýra það hvernig er hægt að koma svona fram við skóla sem hefur skorið niður, lagt niður deildir, lækkað laun kennara, lagt af rannsóknarmissiri, verið í mörg ár í röð innan fjárheimilda og greitt niður skuldahala. Hver eru skilaboðin? Þið hafið staðið ykkur of vel, þið þurfið ekki á neinum aukapeningum að halda, þið getið rekið ykkur svo vel innan fjárheimilda, gerið það bara áfram.

Af hverju ættu ríkisstofnanir að skera niður og borga upp skuldahala ef þetta eru skilaboðin? Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt og ég treysti því að fyrir 3. umr. verði komið til móts við Háskólann á Akureyri. Ef einhver ríkisstofnun á það skilið er það Háskólann á Akureyri.