144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:57]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Þetta framlag til Listaháskólans, upp á 40 millj. kr., virðist ekki vera hátt en það mun skipta máli í því að halda áfram að finna skólanum þokkalegt húsnæði. Við höfum fengið þær upplýsingar hér að húsnæðið sé heilsuspillandi að einhverju leyti og við því hlýtur að þurfa að bregðast.

Mér finnst að hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra eigi að tala um sína stefnumótun, bæði varðandi þennan skóla og aðra stefnumótun í skólastarfi, en vera ekki að tala hér um hvað gerðist á síðasta kjörtímabili og fara meira að segja rangt með.