144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:10]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég vil lýsa yfir sérstakri ánægju með liðinn Framhaldsskólar, óskipt. Þó að hann líti út í atkvæðaskjalinu sem mínusliður er hann sambland af mínus- og plúsliðum. Ég fagna þar sérstaklega plúslið upp á 35 milljónir sem er til þess að halda við svonefndu gólfi, þ.e. þetta er sérstakur stuðningur við fámenna framhaldsskóla sem eru með undir 150 nemendaígildum og þessar 35 milljónir eru til að styðja við þá skóla á komandi rekstrarári vegna væntanlegrar nemendafækkunar sem má rekja til (Gripið fram í: … 25 ára reglunnar.) þess að fyrirhugað er að stytta nám til stúdentsprófs.