144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:21]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um framlög til fræðslunetsins á Suðurlandi. 10 millj. kr. af því framlagi ganga til fræðslunetsins til að sinna byggðunum í Skaftárhreppi og Mýrdalshreppi, á Klaustri og í Vík. Það skiptir mjög miklu máli. Skaftárhreppur er eitt af sveitarfélögunum sem eru í vinnunni með Byggðastofnun er varðar brothættar byggðir. Á síðasta kjörtímabili höfðum við lagt til og samþykkt í fjárlögum 2013 fjárfestingar á Kirkjubæjarklaustri sem komið hefðu til móts við stöðuna sem þar er, en núverandi ríkisstjórn ákvað að skera það niður. Ég vil þrátt fyrir allt fagna því að Fræðslunet Suðurlands fái hér 10 millj. kr. til þess að sinna fræðslu- og þjónustuþörf á Kirkjubæjarklaustri og Vík í Mýrdal.