144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:34]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Það ber svolítið á því í stjórnmálaumræðunni núna að menn klæða, mér finnst það meira en oft áður, aðgerðir sínar í alls konar föt sem eiga ekki við. Nú er til dæmis sagt að Ríkisútvarpið eigi að fá allt útvarpsgjaldið og það hafi sko ekki gerst fyrr en um leið er útvarpsgjaldið lækkað. Af hverju er ekki bara sagt eins og er? Útvarpsgjaldið er lækkað og það er svo að þeir sem við höfum kosið hér úr öllum flokkum treysta sér ekki til að reka Ríkisútvarpið eins og á að gera fyrir þessa peninga. Ef það á að gera það þurfum við að breyta lögunum um Ríkisútvarpið fyrst og lækka síðan fjárframlögin fyrir þá sem það vilja gera. Ég segi já.