144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Áðan greiddum við atkvæði um útvarpsgjaldið og hér er lagt til að framlag til Ríkisútvarpsins verði hækkað þannig að það standist á við útvarpsgjaldið. Útvarpsgjaldið er mjög ósanngjarn skattur, það er nefskattur (SII: … Sjálfstæðisflokkinn.) sem leggst eins á alla og kemur sérstaklega illa við lágtekjufólk. Þess vegna er það með miklum semingi sem ég samþykki að framlag til RÚV verði hækkað og þá í trausti þess að reksturinn verði bættur því að hann er í miklum ólestri og það þarf að laga hann. Ég treysti því að að því verði unnið, að reksturinn verði bættur. Það er með miklum semingi sem ég segi já, en ég segi samt já.