144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:52]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um skilyrt framlag til Ríkisútvarpsins. Ég vil deila með þingheimi vangaveltum mínum um það hvort fjárlaganefnd sé hreinlega heimilt að skilyrða framlag með þessum hætti þegar um ohf.- er að ræða. Til hvers er stjórn Ríkisútvarpsins ef hún hefur ekki það verkefni með höndum að forgangsraða fjármunum og sjá um rekstur stofnunarinnar? Það er niðurlægjandi fyrir Ríkisútvarpið, það er niðurlægjandi fyrir þessa sex stjórnarmenn stjórnarmeirihlutans að lúta slíkum skilyrðum, það er niðurlægjandi fyrir þá sömu stjórn að hafa í samvinnu við minni hluta fulltrúanna í stjórn RÚV sammælst um það að biðja Alþingi um að hugsa sig um tvisvar og mæta fullkomnu skilningsleysi hvers einasta þingmanns í stjórnarmeirihlutanum. Meira að segja menn sem hafa hér stigið fram, (Forseti hringir.) hv. þm. Karl Garðarsson og hv. þm. Höskuldur Þór Þórhallsson, hafa verið barðir til baka. [Kliður í þingsal.]