144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:58]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S):

Virðulegi forseti. Hvernig má það vera að stofnun eins og RÚV sem hefur verið rekin fyrir almannafé í áratugi (Gripið fram í.) skuli núna ekki vera talin sjálfbær í rekstri sínum með þá tæpu 3,5 milljarða sem fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir í upphafi? Og sú fjárhæð er vel að merkja jafnvel hærri en fyrri ár. Hvernig má það líka vera að þessi stofnun sem hefur getað gengið í vasa skattgreiðenda allt frá árinu 1930 skuli nú í dag ekki eiga krónu, ekki kaffikönnurnar sem starfsmennirnir drekka úr, heldur skuldar þvert á móti yfir 6,5 milljarða kr.? Þetta er staðan í dag.

Þessi breytingartillaga orkar tvímælis. Ég greiði henni hins vegar atkvæði með vísan til þeirra ummæla sem fram koma í nefndaráliti og kveða á um fjárhagslega endurskipulagningu á þessari stofnun sem ég vænti að verði annað og meira (Forseti hringir.) en að fella niður síðasta lag fyrir fréttir.