144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:03]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Mikið hefur verið rætt um einn þátt innlendrar framleiðslu. Ég vona að sátt sé um að efla og styrkja innlenda framleiðslu og þetta er liður í því. Ég held að við ættum að skoða þetta í samhengi og ég tek undir með þeim sem hér hafa sagt að ekki sé við hæfi að tala niður litla fjölmiðla og með hroka sem halda uppi innlendri framleiðslu. [Kliður í þingsal.] Ég veit að sumir geta ekki hamið sig, virðulegi forseti, en ég vonast til þess að góð samstaða geti verið um að styðja innlenda framleiðslu og við getum alla vega verið sammála um eitthvað hér í salnum.