144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:39]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um tillögu til þess að auka fjármuni til rannsókna í landbúnaði. Fundin er sérstök ástæða til að fagna því hér því að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar stendur að efla þurfi matvælaframleiðslu og við lítum á það sem fyrsta skref í að hefja það verk með þessum breytingum á fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi, ekki síður en því að efla það starf sem Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir og halda áfram að byggja upp það starf sem hún hefur unnið að í áratugi.